Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, segir að Guðbrandur Einarsson hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni.Hún segir það aldrei gott þegar mál af þessu tagi komi upp. Hún sér eftir góðum og traustum liðsfélaga.Guðbrandur ákvað að segja af sér þingmennsku eftir uppljóstrun Vísis um að hann hafi reynt að kaupa sér vændi árið 2012.Frétti af málinu seinnipartinn í gærÞorgerður Katrín segist hafa frétt af máli Guðbrands seinnipartinn í gær. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hafi hringt í sig og látið vita.Hún segist sjálf hafa rætt við Guðbrand vegna málsins.„Þetta er auðvitað erfitt mál en hann er búinn að taka ákvörðun í þessu máli. Erfiða ákvörðun sem er að mínu mati rétt og núna er hann fyrst og síðast vonandi að taka utan um sína fjölskyldu