Grænlenskur útgerðarmaður gagnrýnir landsstjórnina fyrir að úthluta fyrirtækjum með erlend ítök þorskkvóta. Hann beinir spjótum sínum meðal annars að Arctic Prime Fisheries sem er að hluta í eigu fyrirtækja Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. ÞORSKKVÓTI VIÐ VESTUR-GRÆNLAND AÐ AUKAST Meiri kvóta var úthlutað fyrir næsta ár við Vestur-Grænland en áður. Á síðasta ári voru gefnar út veiðiheimildir fyrir um 6.500 tonn af þorski en í ár má veiða um 16.500 tonn af þorski. Átta fyrirtæki fengu útgefinn kvóta, þar af fimm sem höfðu áður veitt þorsk við Grænlandsstrendur.Carl Christensen, eigandi útgerðarinnar Sikuag á Grænlandi, segist í viðtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq hafa sótt um þorskkvóta fyrir togarann Svend C en verið hafnað. GAGNRÝNIR ÚTHLUTUN KVÓTA TIL FYRIRTÆKIS AÐ HLUTA