Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Langþreyta Eyjamanna í samgöngumálum drífi verkefni um jarðgöng áfram

Framkvæmdastjóri Eyjaganga vonar að hægt verði að aka milli lands og eyja eftir tíu ár. Rannsóknarboranir fyrir jarðgangagerð byrja í mars. ÁFORMIN UM JARÐGÖNG TIL EYJA RAUNHÆFARI EN ÁÐUR Félagið Eyjagöng ehf. kynnti áformin á íbúafundi í Vestmannaeyjum í gær. Íbúafundur verður á Hvolsvelli í næstu viku. Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri segir að umræðan sé ekki ný af nálinni en áform um göng séu raunhæfari en áður.„Jarðfræðingar hafa talað um það. Menn hafa verið með misjafnar skoðanir á því. En núna viljum við fara í tíma rannsókna, menn hafa gert ýmsar skýrslur um aldamótin sem enduðu allar á því meiði að frekari rannsókna væri þörf. Þær fóru aldrei fram,“ segir Haraldur, og heldur áfram.„Menn ákváðu bara að gera Landeyjahöfn og hún hefur bara ekki verið að virka eins og menn ætluðu
Langþreyta Eyjamanna í samgöngumálum drífi verkefni um jarðgöng áfram

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta