Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög.