Talsmenn Deloitte segjast líta mjög alvarlegum augum á ásakanir á hendur forstjóra fyrirtækisins, Þorsteini Pétri Guðjónssyni.Vísir greindi frá því í gær að héraðssaksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Þorsteini Pétri vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungri konu árið 2023. Þorsteinn Pétur neitar sök.Deloitte staðfestir í yfirlýsingu til fjölmiðla að ákæran hafi verið gefin út. Fyrirtækið segist ekki ætla að tjá sig um ákæruna að öðru leyti.Deloitte segist hafa gert samkomulag við Þorstein Pétur um að hann stígi til hliðar sem forstjóri. Signý Magnúsdóttir hafi verið skipuð forstjóri til bráðabirgða af stjórninni.Þorsteini Pétri er gefið að sök að hafa áreitt unga konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023.Í yfirlýsingu í gær sagðist Þorsteinn Pétur stíga til hliðar sem forstjóri Deloitte á me