Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 voru stofnuð í gær og eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi, þar sem fyrirhuguð lína á að liggja samkvæmt aðalvalkosti Landsnets.Þar er gert ráð fyrir að línan verði lögð um svokallaða byggðaleið, sem Landsnet segir að falli að stefnumörkun stjórnvalda um lagningu raflína. „Þar sem hún nýtir núverandi línugötu og liggur utan marka miðhálendis. Þá er leiðin talin skapa fleiri tækifæri fyrir nærliggjandi byggðir vegna nálægðar við samfélögin.“ „GENGUR GEGN STEFNU RÍKISINS UM LAGNINGU RAFLÍNA AÐ LEGGJA HANA EKKI STYSTU LEIГ Í ályktun sem samþykkt var á stofnfundinum segir að hagsmunasamtökin afþakki lagningu línunnar samkvæmt fyrirliggjandi aðalvalkosti um lönd félagsmanna sinna og bendi ríkinu, sem eiganda