Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ericsson segir upp 1.600 starfsmönnum

Sænska símafyrirtækið Ericsson ætlar að fækka starfsmönnum í Svíþjóð um 1.600 í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem sænska ríkissjónvarpið greinir frá.90.000 starfa fyrir fyrirtækið á heimsvísu, þar af um 12.600 í Svíþjóð. Um 12% starfsmanna Ericsson í Svíþjóð verður því sagt upp störfum.SVT hefur eftir vinnumarkaðsráðherra Svíþjóðar að tilkynning Ericsson sé „þung skilaboð“ en að sænskt samfélag geti tekist á við slíkar áskoranir. Stuðningur og hjálp sé til staðar.Fyrirtækið sagðist vera í viðræðum við verkalýðsfélög í tengslum við fyrirhugaðar uppsagnir. Ekki var tekið fram hvaða deildir væru undir en fyrirtækið sagði frekari hagræðingaraðgerðir vera fram undan.
Ericsson segir upp 1.600 starfsmönnum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta