Eftir því sem næst verður komist eru níu íslensk kolmunnaskip annað hvort komin, eða eru á leið, inn í færeyska lögsögu þar sem Íslendingar hafa lengi haft leyfi til kolmunnaveiða. „ÞAÐ ER BARA FÍNASTA ÚTLIT OG TALSVERT AF KOLMUNNA ÞARNA“ Þar á meðal eru tvö skip Eskju á Eskifirði og Daði Þorsteinsson er þar útgerðarstjóri. „Það er bara fínasta útlit og talsvert af kolmunna þarna á stóru svæði. Þetta er sunnarlega og austarlega í færeysku lögsögunni.“„Sérðu fyrir þér að þið takið einhverjar vikur núna á kolmunna?“„Já, ég held það. Ætli við tökum ekki tvo túra á skip allavegana, ef það verður veiði.“ KOLMUNNAVEIÐIN ER VERKEFNI SKIPANNA FRAM AÐ LOÐNUVERTÍÐ Kolmunnaveiðin er verkefni uppsjávarskipanna meðan beðið er eftir því hvort rætist úr loðnuveiðum. Hafrannsóknastofnun hefur lagt t