Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ríkið mótmælir kröfu um vitnaleiðslur yfir ráðherrum í máli skólameistara

Íslenska ríkið hefur mótmælt kröfu lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að fá að kalla 13 einstaklinga fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnamáli. Hvað er vitnamál? Vitnamál eru sérstök mál sem standa utan annarra mála. Vitni geta verið kölluð fyrir dóm áður en mál eru höfðuð eða eftir að þeim er lokið í héraði. Það er til dæmis gert til að fá skýrari mynd á atburðarás áður en ákvörðun er tekin um hvort látið verði af málshöfðun.Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Ársæls, fór þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur í desember til að leiða í ljós ástæður þess að skipunartími Ársæls sem skólameistari Borgarholtsskóla var ekki framlengdur af Guðmundi Inga Kristinssyni, þáverandi menntamálaráðherra.Á meðal þeirra sem hann vildi kalla fyrir sem vitni eru Kristrún Frostadót
Ríkið mótmælir kröfu um vitnaleiðslur yfir ráðherrum í máli skólameistara

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta