Hann var allframandi í útliti, fuglinn sem Vinjar Vedde fann helfrosinn og dauðan á vinnustað sínum í Langevåg á Suðurmæri í norska fylkinu Mæri og Raumsdal á mánudaginn. Reyndist þar kominn sefþvari, Botaurus stellaris, sem sjaldgæft er að sjáist til svo norðarlega.