Norska ríkisútvarpið hættir sjónvarpsútsendingum frá lottó-útdrætti Norsk Tipping í apríl. Fólk fylgist með útdrætti á netinu en ekki í línulegri dagskrá. Norsk Tipping er veðmálafyrirtæki í eigu norska ríkisins. Það býður upp á fjölbreytt úrval af lottó- og íþróttaspilum þar sem hagnaðurinn rennur til norska íþrótta- og menningargeirans segir á vef NRK.Norska ríkisútvarpið og Norsk Tipping tóku ákvörðunina í samningaviðræðum og lýsa ákvörðuninni um að slíta samstarfinu sem eðlilegu skrefi í fjölmiðlaumhverfi sem hefur breyst verulega.Jan Egil Ådland, sjónvarpsstjóri NRK, segir þetta réttan tíma til að grípa til ráðstafana því fjölmiðlavenjur áhorfenda hafi breyst og þau vilji forgangsraða öðru efni.Frá árinu 1986 hafa lottóútdrættir Norsk Tipping verið fastur vikulegur þáttur á NRK.Roger