Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, segir að annað þrep í áætlun Bandaríkjastjórnar um frið á Gaza hafi tekið gildi. Samkvæmt því eiga Hamas-samtökin að láta af völdum og ný bráðabirgðastjórn tekur við.Hver sú stjórn verður er eitt af því sem enn er óljóst. Samkvæmt samkomulaginu verður það 15 manna nefnd, skipuð palestínskum teknókrötum, sem starfar undir annarri nefnd, svokallaðri friðarnefnd, sem Bandaríkjaforseti sjálfur stýrir.Hamas-samtökin styðja þetta fyrirkomulag, miðað við yfirlýsingu í dag og viðræður um framhaldið eru þegar hafnar í Kaíró í Egyptalandi.Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, tilkynnti í gær að annað þrep friðaráætlunar væri hafið og Bandaríkin byggjust við því að Hamas stæði við skuldbindingar sínar að fullu.Samein