Oddvitaslagur er í uppsiglingu hjá Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, lýsti því yfir í dag að hún vill verða oddviti flokks. Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar sem er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir endurkjöri.Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn ásamt L-listanum - bæjarlista Akureyrar og Miðflokknum.Berglind Ósk setti málefni fjölskyldunnar efst á blað í framboðstilkynningu sinni og sagði að sveitarfélagið þyrfti að styðja við fjölskyldur á öllum æviskeiðum. Hún sagði að sterkt atvinnulíf væri forsenda velferðar og kvaðst leggja áherslu á góð skilyrði fyrir fyrirtæki og frumkvöðla og samvinnu við atvinnulífið um áframhaldandi uppbyggingu