Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Tvö sækjast eftir oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Oddvitaslagur er í uppsiglingu hjá Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, lýsti því yfir í dag að hún vill verða oddviti flokks. Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar sem er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir endurkjöri.Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn ásamt L-listanum - bæjarlista Akureyrar og Miðflokknum.Berglind Ósk setti málefni fjölskyldunnar efst á blað í framboðstilkynningu sinni og sagði að sveitarfélagið þyrfti að styðja við fjölskyldur á öllum æviskeiðum. Hún sagði að sterkt atvinnulíf væri forsenda velferðar og kvaðst leggja áherslu á góð skilyrði fyrir fyrirtæki og frumkvöðla og samvinnu við atvinnulífið um áframhaldandi uppbyggingu
Tvö sækjast eftir oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta