Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Erfiður fundur sem breytti engu

Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra, segir að afstaða Bandaríkjastjórnar til yfirtöku Grænlands sé óbreytt eftir fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna og varaforseta Bandaríkjanna í gær.„Eftir fundinn kom einfaldlega skýrt fram að málið væri í grundvallaratriðum óbreytt og jafnframt hefur enn engin breyting orðið á afstöðu Trumps forseta sem auðvitað rekur þetta mál áfram augljóslega og þá í þá veru að Bandaríkin eigi að og ætli að taka yfir Grænland,“ sagði Albert í hádegisfréttum RÚV.„Hann færir fram sömu rök og áður sem fá ekki staðist og margbúið er að hafna: sem sagt að ógn steðji að Grænlandi frá Kínverjum og Rússum sem birtist í miklum umsvifum herskipa þeirra við Grænland. Það eru einfaldlega staðlausir stafir.
Erfiður fundur sem breytti engu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta