Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, mælti í morgun fyrir afnámi jafnlaunavottunar.Það var Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, sem mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun árið 2017. Aðstoðarmaður hans á þeim tíma var Þorbjörg Sigríður, sem nú mælir fyrir afnámi þessa sama kerfis.Í framsöguræðu sinni sagði ráðherra að verið sé að bregðast við gagnrýni atvinnulífsins á kerfið. Mikill kostnaður falli á fyrirtæki og stofnnanir sem þurfa að fá utanaðkomandi vottunaraðila til að hljóta vottun. Þess í stað verður fyrirtækjum og stofnunum gert að skila gögnum til Jafnréttisstofu sem sýna fram á að launakerfi þeirra tryggi jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.Ekki var að heyra á umræðunum að breytingarnar mæti mikilli mótstöðu. Þvert á móti sagði Diljá Mist