Pétur Marteinsson, sem býður sig fram til oddvita Samfylkingar í borginni, segir að greiðsla sem hann fékk fyrir sinn hlut í félagi sem fékk lóð úthlutað í Skerjafirði hafi að hluta farið í laun sem hann hafði reiknað sér á fimm árum en ekki fengið greitt. Lóðin var úthlutuð félagi sem nefnist Hoos 1.Pétur skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag um fjárhagslega hlið uppbyggingarverkefnisins sem hann hugðist ráðast í ásamt samstarfsmönnum sínum. Í Morgunblaðinu í dag kom fram að Pétur hefði fengið 69 milljónir fyrir sinn hlut í félaginu.Pétur segir að 69 milljónirnar sem hann fékk fyrir hlutabréfin hafi ekki verið hreinn hagnaður. Sú upphæð hafi líka dekkað laun sín fyrir vinnu við verkefnið og annan kostnað. Hann hafi verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir vegna þessarar vinnu 2018 ti