Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Ég gat einhvern veginn ekki látið þetta frá mér.“

Vinkonurnar Anna Bergljót og Andrea Ösp hafa skapað ýmislegt saman svo sem leiksýningar, jóladagatöl og nú síðast bókina Skjóða: fyrir jólin. Þær sögðu frá ferlinu í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. „HÚN ER BARA SVO GÓÐ VINKONA OKKAR.“ Anna og Andrea hafa kynnst ótal persónum í störfum sínum, til dæmis með Leikhópnum Lottu. Skjóða hefur þó fylgt þeim lengur en flestar aðrar. Hún er systir jólasveinanna og næstyngst allra í Grýluhelli. > Það er svo skemmtilegt með þessar persónur sem búa í Grýluhelli að við eigum þær náttúrulega öll svolítið,“ segir Anna Bergljót, rithöfundur bókarinnar. Fyrir um það bil fimmtán árum vakti Skjóða athygli þeirra. Anna Bergljót skrifaði leikrit um hana og Andrea Ösp hefur leikið hana síðan þá. Persónan hefur margar hliðar, er stundum kölluð leiðindaskjóða, fr
„Ég gat einhvern veginn ekki látið þetta frá mér.“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta