Breska fjölmiðlaeftirlitið, Ofcom, hóf á mánudag formlega rannsókn á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, vegna gervigreindarforritsins og spjallmennisins Grok. Forritið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera notendum kleift að búa til kynferðislegar ljósmyndir, svokallaðar djúpfalsanir, af fólki, þar á meðal börnum.