Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vilja svör frá bandaríska sendiráðinu vegna meintra ummæla Longs um Ísland

Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við bandaríska sendiráðið í kjölfar meintra ummæla sendiherraefnis um að Ísland ætti að tilheyra Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.Bandaríski miðillinn Politico greindi frá því að Billy Long, sem Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefði grínast við bandaríska þingmenn um að Ísland yrði 52. ríki Bandaríkjanna og hann ríkisstjóri þess.Ráðuneytið vill að komast að því hvort hann hafi látið ummælin falla eða ekki.„Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi til að kanna með sannleiksgildi hinna meintu ummæla,“ segir í skriflegu svari ráðuneytisins.Hvorki Bandaríkjastjórn né Long hafa staðfest eða hafnað því að þessi ummæli hafi ver
Vilja svör frá bandaríska sendiráðinu vegna meintra ummæla Longs um Ísland

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta