Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Jakob Birgis segir skilið við nikótínpúðana

„Ég myndi aldrei mæla með þessu fyrir einhvern sem er að hlusta og er að hugsa um að byrja,“ segir Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og grínisti.Jakob vísar þarna í notkun nikótínpúða en hann hefur nú lagt dolluna á hilluna. Hann hefur notað nikótín með einhverjum hætti í tæplega tíu ár og byrjaði eins og margir í menntaskóla. Jakob sagði frá baráttunni við nikótínið í Morgunútvarpinu og dró ekkert undan. Hlustaði á stórskemmtilegt viðtal við Jakob í spilaranum hér fyrir ofan.„Það er ekkert eðlilegt að vera alltaf með púða uppi í sér. Þetta er svo auðvelt. Ég er ekkert að fá mér fjóra á dag, þetta er heil dolla á dag. Það er svo mikið nikótín í þessu, nikotínmagnið er svo rosalegt,“ sagði Jakob.Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.
Jakob Birgis segir skilið við nikótínpúðana

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta