Forsvarsmönnum True North var ekki greint frá því að skemman í Gufunesi, sem brann til kaldra kola á mánudag, hefði verið metin óhæf til afnota áður en leigusamningur var gerður. Reykjavíkurborg gerði engar umbætur á skemmunni þrátt fyrir að slökkvilið teldi hættulegt að nýta hana.Allt brann sem brunnið gat eftir að eldur kom upp í skemmunni í fyrradag. Þar geymdi framleiðslufyrirtækið True North leikmuni úr fjölda verkefna. ÓÁSÆTTANLEGUR FRÁGANGUR OG NOTKUN RAFMAGNS HÆTTULEG Reykjavíkurborg átti skemmuna og leigði til True North en húsaleigusamningur var undirritaður 17. mars 2024. Mánuði fyrr, 16. febrúar, gerði slökkviliðið úttekt á húsnæðinu - skömmu eftir að borgin hafði auglýst það til leigu.Í skýrslu slökkviliðs, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að skemman sé ekki hæf ti