Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið.