Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að refsiréttarnefnd fari yfir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í málum fimm kvenna sem kærðu íslenska ríkið á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar.Konurnar kærðu allar kynferðisofbeldi til lögreglu og voru mál þeirra felld niður af ákæruvaldinu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi ríkið brotlegt í máli einnar konu en sýknaði það í málum hinna. Hvað er refsiréttarnefnd? Refsiréttarnefnd hefur það hlutverk að vera ráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar. Fimm sitja í nefndinni; lagaprófessor, lögfræðingur, ríkissaksóknari og tveir héraðsdómarar.Helstu verkefni nefndarinnar eru að: * vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, * semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og