Íbúar á Varmalandi, í Munaðarnesi og á Bifröst gætu orðið varir við aukið grugg í köldu vatni eftir hádegi á morgun, þegar Veitur hefja vinnu við endurnýjun á lýsingartækjum í Grábrókarveitu.Framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á afhendingu á köldu vatni eða heilnæmi þess. Vinnan við lýsingartækin á að standa yfir milli 13-18.Vatnið úr borholunni undir Grábrókarhrauni gruggast reglulega og síur sem Veitur hafa sett upp hafa mátt sín lítils. Blásið var til íbúafundar í síðustu viku þar sem íbúar kvörtuðu undan ástandinu við fulltrúa Veitna.https://www.ruv.is/frettir/innlent/2026-01-10-langthreytt-a-gruggugu-vatni-ur-grabrokarhrauni-463362Aðsend mynd sem sýnir hversu gruggugt vatnið í Borgarfirði getur orðið.Aðsend