Umboðsmaður Alþingis telur að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða árið 2024 hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar sem var birt í dag.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þáverandi matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á veiðitímabilinu 2024 þann 11. júní sama ár. Bjarkey sagði sér skylt að gefa leyfið út burtséð frá eigin skoðunum og stefnu Vinstri grænna.Hvalur hf. kvartaði yfir málsmeðferð ráðuneytisins í kjölfar umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum og að ráðherra hefði ekki verið heimilt að tímabinda leyfið við eitt ár. Framkvæmdastjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, sagði fyrirvarann sem ráðherra gaf allt of skamman og málmeðferð ráðuneytisins vera leiðina til að drepa atvinnureksturinn.Venj