Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þær hafi rætt stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, efnahags- og tollamál, málefni EES og samstarf Íslands við ESB.Haft er eftir Kristrúnu að þær hafi jafnframt rætt undanþágu Íslands varðandi losunarheimildir í flugi, sem rennur út í lok árs. Það sé mikilvægt hagsmunamál og ræddu þær hugsanlegar lausnir.Þá undirstrikuðu þær afdráttarlausan stuðning við Grænland og Danmörku.Í tilkynningu segir að fundurinn sé liður í áframhaldandi samtali um samstarf Íslands og ESB.Ljósmynd / Stjórnarráðið