Flestir Íslendingar þekkja söguna um Trölla sem stal jólunum og er kvikmyndin The Grinch orðin rótgróin jólahefð á mörgum heimilum. Borgarleikhúsið hefur nú tryggt sýningarrétt á söngleiknum sem verður sýndur á stóra sviðinu næstu jól en leikarinn okkar ástsæli, Stefán Karl Stefánsson, fór með hlutverk Trölla í söngleiknum á leikferð um Bandaríkin á árunum 2008-2015.„Það er ekkert sem kemur fólki í meira jólaskap en að koma í leikhúsið yfir hátíðarnar og sjá dásamlega fjölskyldu-jólasýningu. Þegar Trölli stal jólunum er geggjað jólaævintýri sem allir þekkja og ég get ekki beðið eftir næstu jólum." Segir Egill Heiðar Anton Pálsson Borgarleikhússtjóri og bætir við að nú sé jólaundirbúningurinn þegar hafinn í Borgarleikhúsinu þótt það sé nærri ár til jóla.Leikstjórn verður í höndum Vals Freys