Þótt þrír mánuðir séu frá því Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður Framsóknarflokksins og einn mánuður þar til eftirmaður hans verður kjörinn hefur enginn lýst yfir formannsframboði.Sigurður Ingi tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins 18. október að hann ætlaði að stíga frá borði eftir níu ára formennsku í Framsóknarflokknum. Miðstjórn samþykkti tillögu hans um að efna til flokksþings 14. febrúar þar sem nýr formaður yrði kjörinn. Dagana á eftir lýstu nokkrir Framsóknarmenn því yfir að þeir væru farnir undir feldinn en þaðan hefur enginn komið síðan.Nema Stefán Vagn Stefánsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en hann ætlar að bjóða sig til varaformanns. Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður flokksins og nánast um leið og Sigurður Ingi hafði lokið má