Bið eftir augasteinsaðgerð hefur lengst síðustu ár. Alls eru rúmlega 7.000 á biðlista hjá einkastofum og opinberum heilbrigðisstofnunum. Þetta má lesa úr mælaborði Landlæknis. Um helmingur þeirra sem bíða hafa beðið lengur en í 12 mánuði.Samkvæmt mælaborði Landlæknis er mesta biðin á Landspítalanum, þar sem 5.981 beið eftir aðgerð þegar gögn voru síðast tekin saman í september. 193 biðu eftir aðgerð hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og 940 hjá einkastofunni Lentis.Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en einnig til að laga sjóngalla og hún tekur almennt um 10 til 15 mínútur.Haustið 2020 voru rúmlega 1.600 á biðlista og svo hefur fjölgað á hverju ári. Í september 2024 biðu rúmlega 5.700 og því fjölgaði um 1.400 á biðlista milli ára og í september í fyrra biðu 7.114 ma