Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fleiri í vinnu og meira borgað í laun

Þeim sem voru starfandi á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um 0,6 prósent milli ára og voru 225.100 talsins í nóvember. Heldur fleiri karlar en konur voru á vinnumarkaði. Karlarnir voru 120.000 en konurnar 105.100. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofunnar.Staðgreiðsluskyld laun hækkuðu um 6,7 prósent milli ára. Það er öllu meira en verðbólga, sem nam á sama tíma 3,7 prósentum, og fjölgun fólks á vinnumarkaði um 0,6 prósent.Hagstofan tekur fram að í báðum tilfellum er um bráðabirgðatölur að ræða sem geta breyst eftir því sem staðgreiðsluskrá verður uppfærð.Fólk á ferð í miðbæ Reykjavíkur.RÚV / Ragnar Visage
Fleiri í vinnu og meira borgað í laun

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta