Ragnar Þór Ingólfsson, nýskipaður félags- og húsnæðismálaráðherra, er ekki banginn við verkefnin, sem hann segist þekkja vel til. Ekki sé verra að hann taki við góðu búi frá fyrirrennara sínum og flokksformanni, Ingu Sæland, sem hafi orðið vel úr verki á því rúma ári, sem hún gegndi embættinu.