Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

90% landsmanna ánægð með Áramótaskaupið 2025

90% voru ánægð með Áramótaskaupið 2025 samkvæmt nýrri könnun Maskíku og hefur ánægjan ekki mælst meiri síðan Maskína hóf að kanna viðhorf landsmanna til Skaupsins árið 2011. Könnunin fór fram frá 9. til 13. janúar 2026 og voru svarendur 971 talsins.62,8% fannst Skaupið hafa verið mjög gott og 27,7% frekar gott. Aðeins 3,2% sögðu það hafa verið frekar slakt og er það lægsta hlutfall óánægju með það hingað til.1,1% fannst það mjög slakt og 3,1% sögðust ekki hafa horft á Áramótaskaupið 2025.Undanfarin tvö ár var rúmlega helmingur landsmanna ánægður með Skaupið og um 20% óánægð.Nokkuð samræmi var milli mismunandi aldurshópa, ánægja var minnst rúmlega 85% meðal 60 ára og eldri. Fólk á Austurlandi var minna hrifið af skaupinu en íbúar annarra landshluta. Þar voru rúmlega 70% ánægð með skaupið.Dr
90% landsmanna ánægð með Áramótaskaupið 2025

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta