Alþingi kemur í dag saman til síns fyrsta þingfundar frá því fyrir jól. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnatími og fyrsta umræða um þrjú stjórnarfrumvörp auk þess sem Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns, verður minnst. Hann lést á laugardag.Tveir varaþingmenn taka sæti. Það eru þau Grétar Mar Jónsson og Þóra Gunnlaug Briem sem koma inn á þing fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur.Þingfundur hefst klukkan þrjú.Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í gær að það yrði forgangsmál að koma samgönguáætlun í gegn á vorþingi. Viðbúið er að mikið verði rætt um bókun 35 sem var ekki afgreidd á haustþingi og þingsályktunartillögu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið