Málefni Grænlands verða rædd á fundi utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í dag. Varaforseti Bandaríkjanna verður einnig á fundinum.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir að hann vilji ná yfirráðum á Grænlandi. Atlantshafsbandalagsþjóðir hafa brugðist við þessu með viðræðum um mögulegar aðgerðir til að auka viðveru bandalagsins á norðurslóðum.Grænlendingar hafa komið því skýrt á framfæri að þeir vilji áfram vera hluti af Danmörku, nú síðast á sameiginlegum blaðamannafundi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens Frederik Nielsen, formanns landsstjórnar Grænlands, í gær. Þar sögðu þau að Grænland og Danmörk standi sterk saman gegn ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland.Nielsen sagði valið á milli Danmerkur og Bandaríkjanna einfalt