Eftir velgengni kvikmyndarinnar Avatar: Fire and Ash sem kom út í fyrra er hin 47 ára Zoe Saldaña orðin sá leikari sem leikið hefur í tekjuhæstu kvikmyndunum samanlagt frá upphafi. Kvikmyndir sem Saldaña hefur leikið í hafa þénað um 15 milljarða bandaríkjadala. Þar með toppar hún leikkonuna Scarlett Johansson sem var áður sá leikari eða leikkona hverra myndir höfðu skilað mestum tekjum.Saldaña hefur leikið í þremur tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma. Myndin „Avatar“ frá árinu 2009 og framhaldsmyndin „The Way of Water“ eru báðar í hópi þeirra kvikmynda sem eru tekjuhæstar ásamt myndinni „Avengers: Endgame“ frá árinu 2019 þar sem Saldaña fer með hlutverk Gamoru.Árið 2025 hlaut Saldaña Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir myndina Emilia Péres.