Á þriðja tug lést og tugir slösuðust þegar krani féll á járnbrautarlest í Nakhon Ratchasima-héraði í Taílandi í morgun. Slysið varð þar sem unnið er að því að byggja upp háhraðalestarkerfi með stuðningi Kínverja.„Um klukkan níu heyrði ég mikinn hávaða, líkt og eitthvað væri að falla til jarðar, og síðan tvær sprengingar,“ sagði Mitr Intrpanya, sem býr nálægt slysstaðnum.„Þegar ég fór að athuga hvað hafði gerst sá ég krana liggjandi ofan á járnbrautarlest með þrjá farþegavagna.“Lögreglustjórinn í héraðinu staðfesti að búið væri að finna 22 látna og að 80 hefðu slasast. Hann sagði óljóst hversu margir væru í lífshættu.195 voru um borð í lestinni þegar slysið varð.