Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík leituðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna fyrirhugaðrar legu borgarlínu meðfram skólanum. Þeir voru ósáttir við að 250 til 300 bílastæði myndu tapast við upphaf framkvæmdatímans, að taka ætti upp gjaldskyldu og að gerð væri krafa um mikla fjölgun stæða fyrir reiðhjól, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Forsvarsmenn HR kröfðust þess að breyting borgarinnar á deiliskipulagi yrði felld úr gildi og sögðu að ekki hefði verið staðið við fyrirheit um samráð í samkomulagi við borgina um byggingu skólans á sínum tíma.Kærunefnd hafnaði kröfu skólans og sagði hann geta kært á seinni stigum.Háskólinn í Reykjavík.RÚV / Ragnar Visage