Í samantekt sem unnin var fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið kemur fram að ráðlegt gæti verið fyrir Bandaríkin að kaupa bæði Ísland og Grænland, einkum þó hið síðarnefnda. Samantektin „Skýrsla um auðlindir Íslands og Grænlands“ ber þess vott að almennur áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum eigi sér langan aðdraganda.