Bill og Hillary Clinton, fyrrum forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segjast ekki ætla að verða við stefnu þingnefndar Bandaríkjaþings til að fá þau til að bera vitni í rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein.James Comer, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, segist ætla að hefja ferli til að ákæra hjónin fyrir vanvirðingu við þingið í næstu viku nema þau hlýði stefnunni. „Enginn er að saka Clinton-hjónin um neitt glæpsamlegt,“ sagði Comer við fjölmiðla á þriðjudag. „Við erum bara með nokkrar spurningar.“Bill Clinton birti opið bréf frá þeim Hillary til Comers í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) á þriðjudaginn. „Lögfræðileg greining sem unnin var af tveimur lögmannsstofum og afhent þér í gær tekur skýrt fram að stefnur þínar eru lag