Saksóknarar í Suður-Kóreu hafa farið fram á dauðadóm yfir Yoon Suk-yeol, fyrrverandi forseta landsins, vegna misheppnaðrar tilraunar hans til að koma á herlögum í landinu árið 2024. „Helstu þolendur uppreisnarinnar í þessu tilfelli eru almenningur í þessu landi,“ sögðu saksóknararnir. „Ekki er unnt að taka tillit til neinna aðstæðna sem kynnu að milda dóminn. Þess í stað verður að dæma þunga refsingu.“Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu leysti Yoon úr embætti í fyrra eftir að þingið kærði hann til embættismissis fyrir tilraun hans til að setja herlög í landinu. Yoon var einnig ákærður fyrir uppreisn, valdaránstilraun og valdníðslu vegna uppátækisins. Réttarhöldum hans lauk á þriðjudaginn og búist er við því að dómur verði felldur 19. febrúar.Yoon neitar sök í málinu. Hann segist hafa lýst yfir