Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, frumkvöðull og einn eiganda Castor miðlunar, segir ekki erfitt að finna áhugaverða og skemmtilega hluti til þess að fjalla um. Eftir að fyrirtækið hafi verið að efla staðbundna fjölmiðlun sé framboð á svæðinu ekki til vandræða.„Við höfum bara gaman af því að segja sögu, við höfum gaman af því að hitta áhugavert fólk, nóg er af því hérna á svæðinu.“Rætt var við Örlyg í Kastljósi kvöldsins sem hægt er að nálgast í spilaranum hér fyrir ofan.