Í tæp tvö ár hefur hópur Förustafa búið á leikskólanum Iðavelli á Akureyri. Staðarmiðillinn Akureyri.net vakti fyrst athygli á þessum skemmtilegu heimilisdýrum.Förustafir eru laufblaðaætur sem líkjast helst trjágreinum og til eru yfir 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í hitabeltinu en dýrin finnast þó í fjölmörgum löndum. Förustafirnir á Iðavelli koma frá Lettlandi, þaðan sem einn starfsmaður leikskólans er.Börnin eru mjög ánægð með förustafina. „Það er skemmtilegt að halda á þeim. Og þeir bíta ekki,“ segja þau.