Það var alsæll miðaeigandi sem hlaut 7 milljónir króna í fyrsta vinning í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Miðaeigandinn gifti sig í haust og höfðu hjónin ekki náð að bóka brúðkaupsferð, en nú ætla þau að bóka sér draumabrúðkaupsferðina.