Hvíta húsið hefur svarað Instagram-mynd sænsku poppstjörnunnar Zöru Larsson með TikTok-myndbandi á opinberum miðli Hvíta hússins. Bandaríkjaforseti og Hvíta húsið hafa áður sýnt að þau séu ekki yfir rit- og samfélagsmiðladeilur hafin.Larson birti nýverið mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hún kvaðst meðal annars hata innflytjendastofnun Bandaríkjanna, ICE. Á myndinni taldi söngkonan einnig upp hluti sem hún elskar og nefndi þar innflytjendur, glæpamenn, trans fólk, þungunarrof, hinsegin fólk, lauslátar konur, getnaðarvarnir, opinbera framfærslu og sósíalisma.Sjálf segist hún hafa birt myndina í kjölfar þess að kærasta hennar var meinuð innganga í landið, í ljósi þess að hann hefur áður verið dæmdur fyrir glæp tengdan marijúana.Þá kvaðst Larsson einnig hafa birt færsluna vegna þess að