Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli.Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.Lögfræðingur kvennanna sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu segir niðurstöðuna grafalvarlega fyrir íslenska ríkið. Ríkið var dæmt til að greiða konu skaðabætur vegna óréttlátrar málsmeðferðar.Lögfræðingur kvennanna segir það grafalvarlegt að íslenska ríkið sé dæmt með þessum hætti. Hann segir dóminn vera mikilvægan áfanga fyrir íslenska réttarkerfið og að það sé alvarlegt að íslenska ríkið hafi nú í tvígang verið dæmt brotlegt.Hann segir ríkið hafa brugðist konunum.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeir