Forsætisráðherra segir forgangsmál að koma samgönguáætlun í gegn á vorþingi sem hefst á morgun. Þingið þarf að afgreiða mörg stór og mögulega umdeild mál.Ríkisstjórnin samþykkti í morgun breytingar á þingmálaskrá sinni sem gerðar verða opinberar í fyrramálið en forsætisráðherra segir að þar verði engra stórtíðinda að vænta. „Þessi ríkisstjórn ætlar sér að klára samgönguáætlun á vorþingi. Innviðafélagið líka sem er auðvitað lykilbreyta í því að standa undir stórframkvæmdum í landinu og byrja aftur að bora,“ segir Kristrún Frostadóttir.Það á enn eftir að afgreiða mörg mál frá haustþingi auk þess sem þingmálaskráin boðar fjölda mála með vorinu. Mörg þeirra gætu hæglega staðið í stjórnarandstöðunni. Mál eins og lagareldi, búvörulögin, Airbnb-frumvarpið, strandveiðar og fjármálaáætlun, svo fátt