Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál fyrirtækisins Vélfag gegn íslenska ríkinu. Málið mun því ekki fara fyrir Landsrétt en íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember. Íslenska ríkið lagðist ekki gegn því að málið yrði sent beint til Hæstaréttar.Vélfag hefur krafist þess að ákvörðun Arion banka að frysta fjármuni félagsins verði snúið við. Þá hefur einnig verið tekist á um synjun utanríkisráðuneytisins um að Ivan Nicolai Kaufmann fái að setjast í stjórn félagsins þrátt fyrir að vera meirihlutaeigandi í félaginu.Fram hefur komið að utanríkisráðuneytið hefur undir höndum upplýsingar sem tengja Kaufman við rússnesku öryggisþjónustuna FSB.Vélfag byggir umsókn sína á því að niðurstaða í málinu hafi mikið fordæmisgildi og almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna.