Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bræðslurnar komnar á rafmagn en flutningskostnaður hrekur Eyjamenn út í olíubrennslu

Fiskimjölsverksmiðjur ganga flestar fyrir rafmagni í vetur í stað olíu eftir að framboð á raforku jókst. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir að öfugsnúið sé að nýr rafstrengur og nýir rafskautakatlar í Vestmannaeyjum verði líklega ekki notaðir vegna hækkaðra flutningsgjalda.Bræðslurnar eru í startholunum og fyrsti kolmunnafarmur ársins barst til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær. Polar Amaroq kom með tæp 2.000 tonn sem veiddust sunnan við Færeyjar. Þá gætu loðnuveiðar hafist bráðum þó að enn sé óljóst hve stór vertíðin verður.Fiskimjölsverksmiðjur bræða uppsjávarafla í lýsi og mjöl og þurfa mikla orku. Þær hafa síðustu ár þurft að nota olíu vegna skorts á rafmagni. Nú hefur það breyst því lón vatnsaflsvirkjana fylltust í sumar. Þá hefur orkunotkun stóriðju minnkað vegna lokuna
Bræðslurnar komnar á rafmagn en flutningskostnaður hrekur Eyjamenn út í olíubrennslu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta