Sú ákvörðun stjórnvalda í Íran að loka fyrir aðgang að internetinu í landinu er til marks um hversu örvæntingarfull þau eru. Þetta segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum.„Hvaða nútímaþjóðfélag er starfrækt án Internetsins í dag? Það sýnir að þeir töldu að hættan væri svo mikil að það þyrfti að grípa til þessara aðgerða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. „Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú.“ STJÓRNVÖLD BRUGÐUST HÆGAR VIÐ EN ÁÐUR Magnús segir mótmælin sem nú geisa í landinu umfangsmeiri en oft áður. Í fyrri mótmælum hafi stjórnvöld brugðist hraðar við og nýtt valdatæki á borð við leynilögreglu til að kveða mótmæli niður.„Núna brugðust þau kannski aðeins hægar við og voru kannski aðeins að