Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú“

Sú ákvörðun stjórnvalda í Íran að loka fyrir aðgang að internetinu í landinu er til marks um hversu örvæntingarfull þau eru. Þetta segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum.„Hvaða nútímaþjóðfélag er starfrækt án Internetsins í dag? Það sýnir að þeir töldu að hættan væri svo mikil að það þyrfti að grípa til þessara aðgerða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. „Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú.“ STJÓRNVÖLD BRUGÐUST HÆGAR VIÐ EN ÁÐUR Magnús segir mótmælin sem nú geisa í landinu umfangsmeiri en oft áður. Í fyrri mótmælum hafi stjórnvöld brugðist hraðar við og nýtt valdatæki á borð við leynilögreglu til að kveða mótmæli niður.„Núna brugðust þau kannski aðeins hægar við og voru kannski aðeins að
„Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta