Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Krafa um íslenskukunnáttu á Landspítala útilokar ekki ráðningu erlendra lækna

Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir nýja tungumálastefnu ekki útiloka ráðningu erlendra lækna. Hann telur raunhæft að í framtíðinni geti allt framlínustarfsfólk talað og skilið íslensku en að stefnan verði ekki innleidd á augabragði.„Það sem maður þarf að hugsa í þessu er að þegar maður setur stefnu þá tekur tíma að útfæra hana. Í dag stólum við á erlent starfsfólk. Við erum ekki sjálfbær með heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi,“ sagði Ólafur Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í Morgunútvarpinu á Rás 2.Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, lýsti áhyggjum af því í gær að stefnan væri ekki nægilega vel útfærð. Framsetning tungumálastefnu Landspítalans valdið þeim misskilningi að íslenskukunnátta sé skylda fyrir all
Krafa um íslenskukunnáttu á Landspítala útilokar ekki ráðningu erlendra lækna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta